Eins og þið vissuð hefði allt gengið mjög vel í byrjun, það hélt áfram að vera svona dásamlegt, ógleðin fór að minnka og hætti alveg um 13 viku.
Fyrsta mæðraskoðunin var 22 nóvember, þá fórum við kallinn saman að hitta ljósmóður sem heitir Elísabeth og er alveg ynfisleg í alla staði, útskýrði allt svo rosalega vel fyrir okkur og hafði húmor fyrir hlutunum og hafði gaman af þessu öllu með okkur :) Hún spurði allskonar spurningar um ákvörðunina og heilsu, svo fórum við að finna hjartslátt og fannst ekki líka þessi öflugi og kröftugi æðislegi hjartsláttur sem var um 150-160, auðvitað þegar ég heyrði hann átti ég erfitt með að halda aftur að mér og gráta ekki og brosti alveg út að eyrum :D
á sirka 14 viku byrjaði ég að leka ( sem sagt byrjaði að vætla broddur úr brjóstunum) einnig í sömu viku mátti ég alls ekki finna lykt af núðlum með kjúklingabragði frá “rookie” þá fór ég að fá höfuðverk og smá ógleði.
15 vika var bara venjuleg, aðeins farin að koma smá bumba og mér fannst það æðislegt ;)
16 vika þá fannst mér ég hafa fundið eins og það væri gull fiskur að synda inní mér og hann hafi klesst á hægri síðuna hjá mér, ég var alveg sannfærð um að þetta væri hreyfing því ég hafði ekki fundið neitt ´þessu líkt áður.
17 vika var fín, Jólin og svona og auðvitað komin smá meiri bumba, æðislegt að vera svona ólétt á jólunum, því þá lætur maður ekki eftir sér eins mikið nammi ;) maður hefur ekkert gott að því.
18 vika þá fór að styttast og styttast í sónarinn, guð hvað mig hlakkaði til, fyrsti sónarinn sem ég væri að fara í :)
19 vika, ég lá eitthvað upp í rúmmi að slappa af þegar ég fæ þetta kröftuga spark að bumban alveg fór í bylgjur, ég kallaði auðvitað á kallinn og sagði honum frá þessu og vitir menn þegar hann kom að sjá þá sparkaði það aftur :D
Þannig gekk þetta fram að sónarnum fullt af spörkum og í hvert sinn sem pabbinn ætlaði að finna þá hætti það ;)
20 vikur. Fórum í sónarinn, og sáum líka þetta fallega fóstur, með fallegt lítið nef, alla útlimi, hjarta, hjartahólf og með öll þau líffæri sem sjást eiga í þessum sónar, þetta var alveg dýrmæt stund, sjá það sparka, vinka og fela sig :)ætluðum að reyna fá að vita kynið en það gekk ekki upp þar sem það vildi engann veginn sýna sig.
Svo við fórum heim með 5 fallegar myndir af fallegu kríli :D
Kveðja PINKY