Bý meðal annars með 1 árs gömlum dreng sem algjör krúsídúllubolla og voðalega yndislegur :).
Hinsvegar tók hann upp á því mjög nýlega (svona 2 vikur síðan) að byrja að öskra upp úr þurru. Engin venjuleg öskur heldur, mætti helst líkja þessu við einhver hátíðniöskur, sker hræðilega í eyrun og getur staðið yfir ótrúlega lengi.
Áður var hann alltaf að rífa frekar harkalega í eyru og hár og klóra. En ég hef náð að venja hann af því, að minnsta kosti er hann hættur að gera það við mig (veit ekki með hina fjölskyldumeðlimina).
Getur verið að þessi öskur séu komin í staðinn?
Datt i hug að þetta væri kall á athygli, sem er samt frekar skrítið afþví að hann er eina barnið og fær svakalega mikla athygli frá öllum (eiginlega of mikla).
Í svona 2-3 skipti hefur verið e-ð að, hann búinn að gera í bleyjuna eða er svangur, en núna gerir hann þetta oft stanslaust og á hverjum degi án nokkurar sjánlegrar ástæðu.
Er einhvern veginn hægt að taka á þessu? Hvernig kennir manni 1 árs barni að það megi ekki haga sér svona?
Einhver reynsla? :)
Bætt við 2. nóvember 2008 - 20:48
Úff, fyrirgefið. Pirrar mig þegar ég geri stafsetningarvillur.
*Ég bý (meðal annarra) með..
*…án nokkura sjáanlegra ástæðna.
Ah, nú líður mér betur :)
=)