Er hann ekki bara akkurat á þessu tímabili þar sem börnin eru að átta sig á því hvað mamma og pabbi eru mikilvæg, en samt ekki alveg komin með þann þroska að fatta að þó að eitthvað sjáist ekki þá er það ekki horfið að eilífu? Öll börn fara í gegnum svona tímabil, það er bara misjafnt hversu mikil áhrif þetta hefur. Ég hugsa að besta ráðið sé bara að vera þolinmóður, tala við hann þegar hann sér þig ekki, en ekki láta samt allt eftir honum. Eftir einhvern tíma þá áttar hann sig á því að þú kemur aftur, þetta lærist bara með tímanum og reynslunni og auknum þroska hjá litla kút ;)<br><br>Kveðja,
GlingGlo