Elsku mamma
Ég elska þig svo mikið
og mig langar svo til að segja þér af hverju
Það eru margar ástæður fyrir því að ég elska þig
Þú ert besta mamman í öllum heiminum
Ég á þér svo margt að þakka
Ég er svo stolt yfir því að vera dóttir þín
Þú hefur alltaf verið til staðar fyrir mig þegar ég hef þurft á þér að halda
Þú lýsir upp líf mitt
Frá þér streymir kærleikur og hlýja
Þú ert skilningsrík
og viskubrunnur þinn er óþrjótandi
Það er svo margt sem þú hefur kennt mér um lífið og tilveruna
Ég veit að ég væri ekki sú manneskja sem ég er í dag
ef ég hefði ekki átt þig að
Þú veist alltaf á hverju ég þarf að halda
og hvenær ég þarf uppörvun
Þú þekkir mig svo vel
Ég veit að til þín get ég alltaf leitað
Mig langaði bara svo mikið til að segja þér hve mikils ég met þig
Ég hef allt of oft tekið þig sem sjálfsögðum hlut
En það sem máli skiptir er að þú vitir að ég elska þig
ÞÚ ERT BEST
Elsku pabbi minn
Mig langar svo til að segja þér hve kær þú ert mér
og hve mikils virði þú ert í mínum augum
Ég tel mig lánsama/-nn að hafa fengið að kynnast þér
Ég væri ekki sú/sá sem ég er í dag nema vegna þín
Þú hefur leitt mig í gegnum lífið
þurrkað tár mín og huggað mig á slæmum tímum
Þú hefur stórt hjarta, fullt af visku
Þú hefur hjálpað mér að ná draumum mínum
Ég vildi að ég gæti gefið þér þann hæfileika að geta
séð sjálfan þig með augum annarra
Þá myndir þú sjá hve sérstakur þú í rauninni ert
Takk fyrir að vera til
Takk fyrir að vera til staðar
Takk fyrir að vera þú
Ég elska þig pabbi
Mamma er konan
Sem kemur manni í heiminn með mikilli fyrirhöfn fæðir mann og klæðir og veitir manni alla þá hlýju og ástúð sem lítið barn þarf á að halda.
Þegar maður eldist og ætti kannski að geta hugsað meira um sig sjálfur, eins og td. að vera í hreinum fötum og laga til í herberginu sínu leyfir mamma manni það ekki því hún er svo vön að hugsa svo vel um barnið sitt.
Mamma er alltaf til staðar með útrétta hjálparhönd þegar á þarf að halda, þerrar tárin þegar það er leiðinlegt og gleðst með manni þegar það er gaman að vera til.
MAMMA ER BESTA KONA Í HEIMI
Pabbi er maðurinn
Sem verður svo montinn þegar maður fæðist að það mætti halda það hafi ekki fæðst barn áður. En það tekur hann bara nokkra daga að komast niður á jörðina aftur.
Honum finnst skrítið að lítið barn skuli ekki getað sofið alla nóttina og kúkað í klósett eins og annað fólk.
Samt veit hann allt!
Svo þegar maður verður aðeins eldri og þá er hægt að fara leika við mann og kenna manni ýmislegt þá finnst honum rosa gaman.
Pabbi er alltaf til staðar með styrka hönd þegar á þarf að halda.
PABBI ER BESTI MAÐUR Í HEIMI!
*Elsku yndislegi sonur minn*
Ég veit að ég á ekki alltaf auðvelt með að tjá tilfinningar mínar.
En nú langar mig til að segja þér hvað ég elska þig mikið.
Mig langar til að segja þér hug minn.
Ég veit ekki hvar ég væri ef ég hefði ekki fengið þig inn í líf mitt.
Þú ert mér allt.
Þú ert súrefnið mitt, andardrátturinn minn og löngun mín til að lifa.
Hamingjan mín hófst með komu þinni í þennan heim.
Í dag horfi ég á þig og er hissa á því hvað þú ert raunverulegur.
Ég er svo ótrúlega heppin að hafa fengið þig inn í líf mitt, og að fá að hafa þig mér við hlið í gegnum lífið.
Þú ert gullið mitt, fjársjóðurinn minn.
Ég hef reynt að læra sem mest af þér í gegnum tíðina.
Ég reyni að meta þig að verðleikum.
Þú hefur kennt mér svo margt um lífið, sem ég annars hefði farið á mis við.
Hvar væri ég án þín?
*Ég elska þig elsku sonur minnn*
Nú og að eilífu
ELSKU “nafn”
Ást mín verður með þér
hvenær sem þú þarfnast hennar.
Ást mín verður með þér
þegar gleðin ber þig ofurliði.
Ást mín verður með þér
þegar erfileikarnir eru að buga þig .
Ást mín verður með þér
þegar þú óttast lífið .
Ást mín verður með þér
í dag og alla daga.
Mamma og Pabbi:
Þið verðið stundum vansæl,
víst er ég ósköp lítill.
Set merki um mig út um allt,
ykkur þreytir vaskur trítill.
En einn dag verð ég eldri,
já einn dag er ég stór.
Því tíminn líður skelfing hratt,
þið undrist hvernig fór.
Hér minnismerki fáið,
þá munið þið vel og skiljið,
hve litla hendur hafði ég
þau ár sem ég var smá