Ég myndi vilja láta skíra heima, hefur verið gert hjá frændfólki mínu og kom ótrúlega vel út. Bara miklu notarlegra og skemmtilegra, það er bara allt öðruvísi stemming heldur en að vera í kirkju og þurfa svo að keyra í veislusal eða eitthvað, miklu notarlegra og ekki eins formlegt.
Barnið væri bara nýkomið í heiminn, eða alla vega ekki orðið algjör risi - mér finnst það einhvernveginn betra.
Það væri ekki búið að nefna barnið fyrir skírnina - þetta á að vera óvænt.
Einhver frænka eða frændi - eða jafnvel systkini barnsins syngur fallegt lag og svo verður gömul falleg skál notuð fyrir vígða vatnið.
Síðan verða kökur og kaffi á eftir og fjölskyldumyndataka.
Aðeins nánustu ættingjar og vinir myndu koma - þetta yrði bara lítil og óformleg athöfn.
Já, svona yrði mín skírn - ég á örugglega eftir að muna eftir fleiru seinna.
Lifðu lífinu með ró, þú kemst hvort eð er ekki lifandi frá því :D