Sonur minn verður 3ja ára núna í lok janúar og ég þarf náttúrlega að baka eitthvað og svoleiðis en gallinn er bara að ég ætlaði t.d að hafa m.a súkkulaðiköku í svona hringlóttu formi en ég virðist vera óttalega vitlaus með svona.
Ég finn nefnilega hvergi almennileg form hérna,(þið vitið, lagkökuform með lausum botni) bara smelluform, já ég veit að þau eru með lausum botni en þau eru hnausþykk.
Er allt í lagi að nota svoleiðis eða?
Svo ætlaði ég líka að hafa rúllutertubrauðsrétt fyrir fullorðna fólkið en það eru ekki til rúllutertubrauð í allri Árósum og ég er gjörsamlega hugmyndasnauð með aðrar uppskriftir.
Lumar einhver á góðum barnaafmælisuppskriftum?
Þetta ætti kannski heima á matargerðar áhugamálinu en ákvað samt að setja það hérna þar sem þetta er jú BARNA afmæli sem málið fjallar um…
kv,
pernilla