Takk strákar fyrir greinagóð svör. Ég held að þetta séu mjög athyglisverðar pælingar. Hvað er MA og hvað er það ekki. Það eru nokkrar íþróttir/bardagalistir sem lenda á gráu svæði eins og box, hnefaleikar (ef það er einhver munur á þessu tvennu?), glíma, Muy Thai (Thai box) o.fl. Jafnvel Jiu Jitsu ég veit það ekki.
Hvað með t.d. íslenska glímu. Hún hefur kannski ekki heilt heimspekikerfi á bak við sig en hefur sterkan menningarlegan bakgrunn. Sömuleiðis kannski franskir hnefaleikar? Eru þetta MA?