Minn tók líka upp á því við 5-6 mánaða aldurinn að vilja allt í einu snuddu (þegar hann var hættur að fá brjóst oftar en 12 x á dag og kominn niður í 5-6 skipti eins og núna þá þarf hann greinilega eitthvað í staðinn).
Mér finnst þetta rosalega þægilegt, mikið auðveldara að svæfa og hugga og þau eru algjörar rúsínur með snuddur svona lítil en ég held að það sé gott ef hægt er, að venja þau ekki á að vera með þau í tíma og ótíma.
Það er nefnilega ekki eins dúllulegt að sjá 3-4 ára krakka með snuddu t.d. úti í búð.
Annars er þetta skoðun hvers og eins foreldris sem gildir :)
Ferlegt krútt hann Kristján Sindri!