Ég var að spá. Málið er að ég og unnusti minn vorum að skemmta okkur (eins og margir aðrir)um áramótin og vorum því frekar ölvuð. Eins og flest allir þá forum við svo heim í “læknisleik” (hehe) Sem endaði með sæluvímu í lokin. Við notuðum ekki smokk því þeir voru búnir og ég er ekki á neinni vörn því ég ætlaði að fá pilluna eftir áramót. Það fór ekki öll “gusan” inn en ég vil bara vera viss. Að auki eigum við einn unga sem er 7 mánaða. Það sem mig langar að vita er hve langan tíma þarf að líða ar til ég get tekið þungunarpróf til að ganga í skugga um að ég sé ekki ófrísk?? Þarf ekki að líða ca vika eða svo? Það versta er að ég er á frjógusata tímabilinu, þannig að það eru meiri líkur að ég gæti orðið ófríks. Þ.e.a.s það eru 14 dagar frá fyrsta blæðingar degi….
Vona að þið getið svara mér
bestu nýárskveðjur
Toyota