Hollensk kona fæddi barn í buxurnar á meðan hún sat í
aftursæti leigubíls sem var að skutla henni á
fæðingardeildina.
Hetty Lakatompessy var komin 6 daga fram yfir áætlaðan
tíma meðgöngu en hélt að hún hefði nægan tíma áður en
barnið fæddist. Allt í einu finnur hún fyrir höfði
barnsins sem flýtti sér svo í heiminn að hún náði ekki
einu sinni að komast úr buxunum.
“Ég sagði þeim að flýta sér en þeir trúðu mér ekki.
Andartaki seinna var barnið komið” sagði Hetty.
“Ég heyrði allt í einu Hetty öskra ‘barnið er komið í
buxurnar’” bætti eiginmaður hennar Revel við.
Leigubílsstjórinn kallaði sjúkrahúsið upp í talstöðinni
og bað þá um að vera með lækna tiltæka við komuna.
Hetty sagði: “Þeir hlógu allir og sögðu að svona hefði
aldrei gerst áður. Ljósmóðirin þurfti að klippa barnið
úr buxunum á meðan ég lá á bakinu í aftursæti
leigubílsins.”
Barnið sem hlaut nafnið Jennifer hlaut engan skaða við
þessa óvenjulegu fæðingu.