Ég á lítinn bróðir sem er 5 ára gamall, og ég hef aldrei nokkurntímann á æfi minni séð annað eins í svona litlu barni. Ég er stóri bróðir hanns og hann lítur upp til mín. Hann á það til að vera mjög handsterkur, og um daginn þá réðist hann á mig þannig að það stór sá á mér í nokkra daga. Að sjálfsögðu eiga börn ekki að komast upp með slíkt, þannig að ég fór að skamma hann. þá kemur mamma inn alveg brjáluð út í mig af því að ég var að skamma hann. Ég meina hann er aldrei skammaður. Hann gerir hluti sem ég hefði aldrei þorað að gera á hans aldri. Hann rífur kjaft við fólk, segir fólki að halda kjafti, og slær til þess. Þetta er mjög indæll drengur, og hann talar um það að hann vilji verða alveg eins og ég. En hann getur farið svo langt yfir strikið. Mér finst nefninlega eitt svo skrýtið. Ég er fyrsta barn mömmu, og mamma var 19 ára þegar hún átti mig. Hún var að sjálfsögðu “ung og vitlaus”, en hún ól mig samt sæmilega vel upp. Þá voru reglur, eins og “Nammi á nammidögum” og “hátta klukkan átta”, þetta er ekki til lengur. Hann fær nammi þegar honum langar í nammi, og vakir til svona 1. Eitthvað sem kom bara til greina um áramótin hjá mér. Svo ef að mamma segir eitthvað við hann þegar hann er óþekkur, eins og “ef þú hættir ekki núna færðu ekki nammi eftir mat!”, þá fær hann það samt alltaf. það er eins og krakkar í dag fái endalausa sénsa. ef þetta var sagt við mig þá var bara ekkert nammi eftir mat, og það var bara EINN séns. Ég á örugglega svona 400 dvd myndir, og það eina sem hann gerir yfir daginn er að horfa á myndir, eitthvað sem að ég er ekki að samþykkja. Þetta eru mínar spólur, og ég vill ekki hafa hann allan daginn í herberginu mínu. Og ég meina, það er snjór úti. Hann fer aldrei út að leika sér. hann hangir alltaf inni. Og hann á fullt af leikföngum, og lítur ekki við þeim. Hann vill bara horfa á myndir.
Og að lokum, þá er ég ekki að alhæfa öll uppeldi, EN ég veit um fullt af svona krökkum. systkini vina minna, og hálfsystir mín sem býr hjá pabba. Ég meina í gamladaga þótti sjálfsagt að berja börn, og að sjálfsögðu er það mjög rangt, og það er gott að það sé minna þekkt nú til dags, en, það er eins og það sé núna orðið rangt að skamma börn. Það er ekket að því að skamma krakka. þeir hafa gott af því.