Vorum að eignast lítinn gutta 1 feb. síðastliðinn :)
Rosalega gamann en alveg rosalega mikil breyting. Undirbúðu þig fyrir það, sérstaklega því þú ert svo ung. Það er svolítið skrýtið að fara aldrei út úr húsi núna nema að hafa barn í bílstól, skiptitösku með öllu tilheyrandi í, gjafapúða og ömmustól með! Og líka bara það að geta ekki hoppað út í búð eða skroppið í heimsókn. Eða að þurfa að velja á milli þess að fara í sturtu, borða, taka til í eldhúsinu eða setja í þvottavél því þú átt örugglega ekki eftir að hafa tíma til að gera allt saman áður en unginn vaknar!
Þú átt eftir að vera rosalega þákklátt fyrir allann “me time” sem þú færð. T.d er ég allt í einu farin að hafa gaman af öllu stelpulegu eins og skarti og snyrtivörum. T.d. Meðan strákurinn sefur þá sit ég og naglalakka á mér tærnar og geri mig sæta! Eitthvað sem ég gerði aldrei hér áður fyrr! (allavega ekki án tilefnis)
En innilega til hamingju! :* og gangi ykkur vel!