jæja .. sko málið er það að eg var að komast af því að ég væri ólétt nuna bara fyrir 2 dögum. eg og kærastinn minn vitum ekkert hvað við eigum að gera eg er að verða 19 nuna i næsta manuði og hann er að vera 26 ára. hann á 2 börn fyrir frá fyrra sambandi. þetta hefur komið áður fyrir hja okkur og það þegar eg var a pilluni er lika a pilluni nuna, bæði börnin hanns eru pillubörn.
een allavega eg er mjög hræd dum það að eg sé komin það langt a leið að eg geti ekki farið í eiðingu .(hef mikið a móti eiðingu ef það er komið a svona 10 viku þar sem barnið er byrjað að fá litla putta og tásur.) malið er bara að eg by hja frænku minni og get ekki verið hja mömmu eða pabba útaf fjölskylduerjum og hann byr ennþa hja foreldrum sinum og ekki getum við verið með lítið kríli þar þar sem hann er auðvitað með strakana sína aðra hverja helgi og svona. svo eru það peningarvandamal. eg er að vinna svart sem er mjög heimskulegt af mér ég veit það en er ekki buin að geta unnið almennilega síðustu ár vegna andlegra veikinda.. ss já þið megið segja að ég se aumingi. og kærastinn minn jú hann er i góðri vinnu en hann er að skulda svo mikið, gömul lán og svona.
ég og kærastinn minn erum buin að vera að tala saman mikið um þetta og honum langar i þetta barn meir en allt og mer líka en eg vill ekki fara að gera nein mistök og þurfa rett svo að meika það þegar barnið kemur ss i samband við fjármál og húsnæði og svona.. eg vil bjóða barninu mínu velkomið í heimin og það sé allt tilbúið fyrir það og ekkert stress.. þetta er allt svo rosalega erfitt. svo er það ef við legjum litla íbúð, strakarnir koma til hanns aðra hverja helgi og yrðu að sofa uppí hja okkur og ef barnið fer að gráta þá eru litlu gæjarnir vaknaðir. og kærastinn minn stakk uppa því að hann mundi fara með strakana sína yfir pabbahelgarnar til ömmu þeirra og vera með þá þar. ég get ekki tekið það í mal. þeir eru þá hluti af þessari fjölskyldu líka og eiga alltaf að vera velkomnir
æji vá þessar hugsanir eru að gera mig vitlausa og ég græt útaf því að ég veit ekki hvað eg a að gera þótt eg vilji barnið meir en allt
fyrirgefið ef skriftin hja mer var eitthvað óvandvirk og þið skiljið ekki. er ekki mjög dugleg við svona lagað en endilega segið hvað ykkur fynnst og gefið mer ráð.. takk fyrir að lesa :)