Auðvitað um leið og ég ýtti á svara reitinn, þá datt allur orðaforðinn úr höfðinu á mér! Þannig þú verður að afsaka hvernig þetta er sett upp hjá mér :') og eg vona að þú skiljir mig.
En ég verð samt að segja þér að ég er sammála þér!
Foreldrar eru að tuða og í mínu tilfelli af öllum tilfellum , hafa þau á réttu að standa alveg 90% af hverjum tilfellum.
En það sem mér finnst samt að margir foreldrar ættu að hugsa, til dæmis með tuð á klæðnaði og þá hugsa ég um mig og mína foreldra gegnum tíðina.
Ef mamma mín fengi að ráða algerlega hverju ég klæddist, þá væri ég klædd í rosalegustu konu föt (þá á ég við eins og ég væri orðin fullorðin, í kringum 35 ára)
En ég neita ekki að þau föt séu ekki snyrtileg þau eru það. En þau eiga bara ekki við mig.
Og tuð um hvernig ég á að fara í einhvert boð getur verið óþolandi.
Ég er samt aldrei ósnyrtileg í boðum. En sem betur fer getum, ég og foreldrar mínir mætt hvort öðru á miðri leið með svona hluti. Þannig allir eru happy.
Mamma happy að hún náði mér mjög fínni til fara einhvert, og ég ánægð að geta mætt henni á miðri leið ánþess að líða óþægilega í fötunum sem ég er í.
FORELDRAR þurfa að hugsa aðeins um sjónarhorns barnsins.
En ég veit ekki hvað ég er að kvarta.. foreldrar mínir hafa alltaf mætt mér á miðri leið, nema ég sé að gera eitthvað ótrúlega heimskulegt. Sem ég fatta svo eftir á.
En þetta segi ég kannski bara núna, svo þegar ég fæði þá er ég búin að gleyma þessu. hehe