Um dagin var ég að gefa krökkunum að borða,pylsur í brauði,og Júlli(tæpl.7 mán) var hjá okkur í Tripp trapp stólnum,alltí einu verður hann svo einbeittur á svipinn og ruggar sér í stólnum og er að reyna að ná í eitthvað á borðinu,við förum að spá og það endar með því að pabbi hans réttir honum pylsu(ég var þokkalega ekki sammála!!),þá verður minn maður hinn glaðasti og nagar pylsuna og meira að segja nær smá kjöti innan úr með tönnunum sínum tveim!!
Kveðja