Hvernig var það með ykkur þegar þið eignuðust ykkar fyrsta barn? Var ekki erfitt að koma heim og byrja bara að vera foreldri? Fannst ykkur þið eiga barnið? Eða fannst ykkur þið vera bara að passa?
Mamma sagði mér að þegar hún átti sitt fyrsta barn, að þá hafi hana ekki fundist hún eiga barnið þegar hún kom heim. Það var eitthvað svo skrítið. En sagði svo að ástin á barninu hafi komið stuttu seinna!
Ég neita því ekki að það var mjög svo skrítið að mar ætti barn. Mar var bara vanur að vera að passa börn. Þetta er sammt frábær tilfinning. Það má nú segja að manni leið eins og mar væri að bíða eftir að það kæmi eitthver að ná í barnið. En það var ekki, sem betur fer. Þegar ég spurði svo unnusta minn að því hvort honum fyndist ekki skrítið að eiga barn þá neitaði hann því. Það er kannski bara misjafnt eftir fólki. En ég elskaði nú barnið mitt alveg frá því að ég sá það fyrst. Fyrsta klukkutímana þá lá ég upp í rúmi og horfti á litla engilinn minn og hugsaði Ég á þennan litla sæta sták og það er engin að koma og taka frá mér :C)
Jú maður gerir sér ekki alveg grein fyrir því hversu MIKIL breyting þetta er, á spítalanum þá fannst mér ég bara vera að passa. Svo kom sjokkið ég á þetta barn ég ber ábyrgð á því það treystir algjörlega á mann og ég elska hann útaf lífinu:)
Sigga mín, ég hef tekið eftir að þú ert farin að vera ansi virk hér og spurja að mörgu.. áttu kanski von á þér? :)<br><br>****************************************** Ég á svo flotta Heimasíðu! Ligga Ligga Lái!! <a href="http://kasmir.hugi.is/hulda"> Kassjmíhr síjðan míjn! komið</a
Ja, þetta vandist alveg ótrúlega fljótt, mér fannst bara eins og þetta hefði alltaf verið svona þegar ég eignaðist mitt fyrsta. Ég fann aldrei neitt svona sjokk yfir því hvað þetta væri mikli breyting, þó að það væri það að sjálfsögðu, kannski var ég bara búin að gera mér þokkalega grein fyrir því áður og búin að sætta mig fullkomlega við það.
Þegar ég eignaðist mitt fyrsta barn þá kom alveg ofboðslega sterk verndartilfinning yfir mig strax frá byrjun. Samt get ég alveg viðurkennt að fyrstu dagana átti ég það til að stara á þetta kríli og hugsa með mér í forundran að ÉG ætti þetta barn, þetta væri barnið MITT. Svo finnst mér bara málið að ástin til barnanna vex með hverjum deginum, fyrstu dagana er maður svona að kynnast barninu og átta sig á þessu undri að maður eigi barn og væntumþykjan og ástin á því vex bara og vex og vex og verður svo sterk á köflum að maður nær varla andanum :)
Svona var þetta með næsta barn líka. Áður en ég átti barn nr. 2 var ég einmitt að hugsa hvort það væri hreint og beint hægt að láta sér þykja jafn vænt um það og það fyrsta… og veistu hvað? Það er svo sannarlega hægt :)<br><br>Kveðja, GlingGlo
Það er alveg rosalega skrýtin tilfinning en samt svo eðlileg, bæði að eignast sitt fyrsta barn og líka sitt annað barn (tilfinningin er alveg jafn sterk í annað skiptið). Það er misjafnt eftir mæðrum en í báðum tilvikum hjá mér var eins og ég hefði hreinlega verið skotin í hjartað, ég varð svo yfir mig ástfangin af barninu um leið. Hitt er annað mál að breytingarnar eru mjög miklar á lífi manns og eins gott að gera sér grein fyrir því fyrirfram. Það fannst mér ekki síður í annað skiptið. Þá var eldri strákurin orðinn næstum 8 ára og mjög sjálfbjarga og duglegur og svo PAMM, eins og manni væri kippt aftur á byrjunarreit. Yndislegt og ógnvekjandi í senn. Og það er svo skrýtið að móðurtilfinningin breytist og dafnar með hverjum degi, hverri nýrri framför, hverju nýju þroskaþrepi. Maður situr bara agndofa hjá og horfir á þessi litlu undur verða smám saman að mönnum.
Ég fékk þessa tilfinningu bara strax og ég sá barnið. Mér fannst þetta fallegasta og yndislegasta kríli sem ég hafði séð og var að rifna úr stolti.
Á Sængurkvennadeildinn var stelpan svo látin sofa fyrst nóttina á vöggustofunni svo ég gæti hvílt mig (eftir 48 tíma törn), en ég gat bara engann veginn sofnað. Lá bara glaðvakandi og hugsandi um barnið mitt með þvílíkar áhyggjur hvort það væri ekki allt í lagi! Mig langaði helst að standa upp og ná í hana en gat það engann veginn (var í rúst, hafði farið á klósettið um nóttina með hjálp en það leið yfir mig). Svo þegar þær komu með hana til að láta hann drekka leið mér betur og gat sofið smá eftir það. Um morguninn plataði ég þær til að leyfa kallinum að koma fyrr svo ég gæti haft hana hjá mér og eftir það var hún bara uppí hjá mér! Var þarna í fjóra daga og hún svaf alltaf uppí. Fannst það ekkert smá yndislegt. Ég gat bara engann veginn litið af henni.
Það er ekki hægt að lýsa þessarri tilfinningu, þetta er bara það besta sem hefur komið fyrir mig! Þannig að ég fékk aldrei þetta sjokk. En auðvitað er þetta rosalega misjafnt. Svo hugsa ég einmitt eins og GlinGló talaði um, hvort þetta verði eins með næsta barn. Það er erfitt að ímynda sér að maður fái að upplifa þetta aftur svona sterkt.
Það kom eiginlega strax hjá mér sú tilfinning að ég ætti barnið hinsvegar fannst mér það svo skrítið og erfitt svona til að byrja með. En það sem mér finnst enn ótrúlegt er að hún skuli hafa verið í maganum á mér og að ég skuli hafa fætt hana alveg eins og allar hinar konurnar á öllum fæðingamyndböndunum fæddu sín börn. Ég upplifði fæðinguna bara eins og bíómynd, þarna var ég.. illt í maganum og svo kom ljósmóðirin bara með barnið og mér hætti að vera illt :c) Hehe skrítið ég veit en þetta er svo ótrúlegt, að ég skuli virkilega hafa verið með þetta barn í maganum á mér og hvað þá fætt hana. Voða skrítið :c)
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..