Ef þú átt matvinnsluvél þá er hægt að malla ýmislegt. T.d. mauksjóða kjöt og mauka það vel niður í vélinni(ef þú átt ekki svona vél, þá bara skera þetta niður í pínu pínulitlabita, eiginlega tæta það alveg). Stappa þetta svo með soðinni kartöflu, smá mjólk, brjóstamjólk eða þurrmjólk til að bleyta það og smá smjöri. Mínum fannst þetta rosa gott. það má líka gera þetta við soðinn fisk og svo má stappa soðin egg. Ef það er eitthvað ofnæmi í fjölskyldunni þá myndi ég bíða með egg og fisk svona eitthvað fram að ársaldrinum, en t.d. mínar fengu egg og fisk frá ca 6-8 mánaða aldri. Þeim fannst sérstaklega fiskurinn góður.
Nú svo er hægt að mauka allskonar soðið grænmeti og ávexti í matvinnsluvél, áferðin verður alltaf aðeins grófari en hjá þessum krukkumat og meira bragð af svona heimatilbúnu.
Svo gerði ég mikið af því að blanda ávaxtamauki út í hreina jógúrt og einnig út í grauta. Brauð með lifrarkæfu eða osti og smjöri. Litlir ostbitar sem hann getur nagað sjálfur. Skafa epli í skeið þannig að það verði svona næstum því mauk, eins stappaður banani.
Nú svo hafa flestir krakkar gaman af því að naga matarkex, það blotnar svo fljótt uppi í þeim. Fylgstu samt alltaf með honum ef hann er að því, því það geta brotnað stórir bitar upp í hann og þá er öruggara að krækja þeim út (eða ég gerði það allavegana).
Svo er bara um að gera að prófa sig áfram. Rófur, kartöflur, gulrætur, spergilkál, blómkál (grænmeti er líka oft rosa gott soðið og stappað með smá smjöri), epli perur, bananar, súrmjólk, ab-mjólk, hrein jógúrt, kjöt, fiskur, egg, grautar, brauð, ostur, lifrarkæfa o.s.fr.<br><br>Kveðja,
GlingGlo