Sæl veriði.
Núna áðan var verið að segja frá því í útvarpsfréttunum að móðir litlu stúlkunnar sem hvarf í Portúgal í sumar væri hugsanlega talin sek. Allir sem hafa fylgst eitthvað með þessu máli öllu vita að þetta er mikill harmleikur frá upphafi til enda. Það er náttúrulega alltaf mjög sorglegt þegar börn hverfa svona og maður finnur alltaf til með fjölskyldunum sem þurfa að lenda í svona hörmungum. En núna er lögregglan farin að halda að móðirin og jafnvel faðirinn hafi átt þátt í þessu sjálf. Hvort sem þau tóku þátt í þessu eður ei þá er þetta hið sorglegasta mál. Hvað finnst ykkur?