Það er rétt sem GlingGló segir um málið, við það er því að bæta að hér á landi er miðað við c.a. 32 vikur (eftir það þarf væntanlega vottorð frá lækni/ljósmóður). Reyndar veit ég ekki hvernig þeir framfylgja þessu (stoppa óléttar konur við landganginn og biðja þær um vottorð????)
Ég fór til Kanarí komin 7 mánuði á leið, kom heim í kringum 20 apríl og átti 2 mánuðum síðar.
Það var ekkert mál, þó auðvitað verður maður þreyttur á ferðalaginu sjálfu, samt í raun ekkert meira en venjulega. Það var t.d. næturflug heim með millilendingu á Írlandi, þannig að ég vakti alla nóttina og var á ferðalagi frá því 9 um kvöldið og var lent í Keflavík kl. 7 að morgni. Fyrst ég “meikaði” það, komin 7 mánuði á leið þá ætti þetta ekki að vera vandamál fyrir flesta!
En það er rétt að það er gott að hreyfa sig mikið, hafa nóg að drekka um borð (já bara pirra samferðalangana með tíðum klósettferðum :) - þeir skildu það mjög vel hjá mér =) og passa fæturna.
En litlar rellur, sem eru ekki með þrýstijöfnun, skaltu láta eiga sig, sérstaklega á síðustu mánuðunum (vegna hættu á að fæðingin fari af stað).