Ég veit hver jólasveinninn er!!
Mig langar að segja ykkur hvernig ég fattaði hver jólasveinnin er í raun og veru. Þegar ég var 6 eða 7 fékk ég alltaf sama nammið í skóinn (súkkulaðirúsínur). Ég var orðin svoldið leið á þessu og kvartaði, en ekkert gerðist. Svo þegar jólin höltruðu nær var ég að leita í skápum inn í eldhúsi þegar ég rekst á stóran, hálffullan poka af súkkulaðirúsínum. Ég varð svaka fúl og sár, hvernig gátu mamma og pabbi gert mér þetta? Og svo kvartaði ég í þokkabót … og þau gerðu ekkert í því! Þannig ég fór til frænku minnar og stal litlu ilmvatnsglasi sem ég horfði alltaf löngunaraugum á þegar ég fór á klósstið hjá þeim. Áður en allir vöknuðu setti ég það svo í skóinn og þegar mamma kom inn seinna um morguninn og sá mig “vakna”, líta í skóinn og segja “Vá! Jólasveinninn hefur svo sannarlega gert betur við mig!” gat hún ekkert sagt… HAHAHA! Gott á ykkur mamma og pabbi! ég mun aldrei gleyma þessu…