Jæja, ég er komin 6 vikur og 6 daga á leið og nú er svolítið sem mig langar að vita.. :)
T.d með foreldranámskeið. Hefur einhver farið á svoleiðis? Hvað er gert þar og hvenær er best að fara? (á hvaða tíma á meðgöngunni, fyrstu 3, næstu 3 eða seinustu 3?). Er þetta sniðugt? Allavega hef ég ekki hugmynd um hvernig á að ala upp barn!
Svo er meðgöngu yoga eitthvað sem ég væri til í að prófa. Á maður að fara í þetta þegar maður er komin með bumbu eða má fara hvenær sem er?
Og svo er eitt.. Ég var nýbyrjuð á stað þar sem ég gæti farið á samning sem kokkanemi, en eftir að ég uppgvötaði að ég væri ólétt þá vilja þeir ekki hafa mig á samning en ég má samt vinna þarna. Það sem ég er að hugsa er að það er alveg hræðilegt að vinna með mat (allavega þegar morgunógleðin er sem verst). Er hægt að finna einhverja vinnu þegar maður er ólétt eða vill enginn fá mann? :o ég væri nefnilega helst til í að sleppa því að vinna þarna því allt í sambandi við þetta eldhús fer svo illa í mig.
Og svo með mataræði á meðgöngu. Ég er búin að lesa mig eitthvað til á ljósmóðdir.is en mér finnst ég ekki vera nógu upplýst. Þetta er líka svolítið asnalegt vandamál því að kærastinn tekur allt svo bókstaflega sem stendur þarna að ég þarf að hugsa mig mjög vel um ef ég ætla að fá mér kókglas. Og má borða nammi og ís? (ég fæ mér mjög oft ís, ís er góður.. En hef ekki þorað að fá mér eftir að ég varð ólétt).
Ég myndi líka helst vilja að karlinn minn fari í fæðingarorlof, hann er svona ekki alveg viss en mér finnst þetta vera eitthvað sem karlmenn ættu að fagna og nýta sér. Eru karlmenn almennt að fara í fæðingarorlof eða minnka þeir bara vinnuna? Ég get ekki hugsað mér að vera ein fyrstu mánuðina með barninu, því ekki kann ég neitt. Ég vil að við gerum þetta saman. (ekki það að hann vilji það ekki, ég er bara að spá hvað öðrum karlmönnum finnst. Honum finnst t.d. að hann þurfi bara að minnka vinnunna, en ekki taka orlofið alveg).
og meira um orlof..
Ég veit heldur ekkert sjálf hvernig svona orlofsmálum er háttað. Hvenær fer maður í fæðingarorlof og hversu lengi? (Hjá báðum kynjum).
Hvaða styrki getur maður fengið og svoleiðis?
..Það væri æðislegt ef einhver gæti svarað þessu :)