Þetta er svona aðeins í sambandi við könnunina sem er í gangi núna þar sem spurt er hvað jólagjöfin á að kosta. Mér finnst persónulega finnst það ekki skipta nokkru máli, sumir gefa börnunum sínum gjafir fyrir minna en 1500 og aðrir fyrir meira en 7000. Þetta fer bara allt eftir því hversu efnaðir foreldrarnir eru og hvað það er sem barnið langar í hverju sinni.
Ég man eftir því þegar ég var yngri þá fékk ég stundum eitthvað sem mig vantaði sem var svolítið dýrt, t.d. snjógalla, náttborð eða eitthvað álíka og svo líka eitthvað sem mig langaði virkilega í eins og bók eða leikfang.
Ég er vissulega sammála því að fólk á ekki að vera setja sig á hausinn við það að kaupa jólagjafir en ef fólk hefur efni á að gefa börnunum sínum dýrar gjafir þá hef ég ekkert út á það að setja.