svona fer þetta því miður stundum og það er rosalega sorglett þegar það gerist
Í vímu, í skít og reyk
áttu þau lítinn ástarleik
en þau gleymdu góðum sið
og líf kviknaði í móðurkvið.
Allt sem hún átti í mánuði níu
var hass og pípa með skítuga síu.
Hún var marin og með bláa bauga
verðandi móðir með glóðurauga.
Loks fæddist lítill drengur
gullmoli var hann og lífsins fengur.
En lítill friður var með þessum sálum
því ekkert breyttist í hennar málum.
Hún leit ekki á lífið sem mömmuleik
hún þurfti meira - bæði vín og reyk.
Og þrátt fyrir ásakanir og skammir
voru vatnssoparnir ætíð rammir.
Og þegar hana fór að langa
gleymdi hún munninum svanga.
Hún læddist á hverju kvöldi út
og hunsaði alla ábyrgð á litla kút.
Það var köld og dimm vetrarnótt
hann var svangur og með hitasótt.
Einn í félagslegu steyptu skjóli
grét hann eða svaf í mömmubóli.
Svo kom hún heim í morgunsárið
og sá hvar glitraði á barnstárið,
sem staðnað hafði á kaldri kinn
- hún faðmaði aldrei framar drenginn sinn.
Líf barnsins lagði hún að veði
fyrir skammvinna, ómerkilega gleði
fallegu augun mun hún aldrei aftur sjá
sem hún elskaði heitar en hægt er að tjá.
Alla daga eftir stóð hún stjörf og stíf
það hafði verið tekið frá henni allt líf.
Hún var full af sorginni dimmleitri,
því hún kæfði barnið sitt með eitri.
Tvö líf fórust þessa nótt
því afskaplega kyrrt og hljótt
en þó féllu þau með ólíkum hætti
féllu þau fyrir fíknarmætti.