Sæl og blessuð. Ég er 17 ára stúlkukind sem borðar klárlega ekki ostapopp!
neinei seigi svona. En ég vildi endilega deila með ykkur svolitlu sem er búið að vera að ganga yfir mig síðasta árið. Sennilega hormónaflæði eða eitthvað í þá áttina.
Á síðasta ári nefninlega fékk hann bróðir minn sér barn! haha.. skemmtilega orðað hjá mér.. hana Snærósu Glóey sem er ein af yndislegustu börnum sem ég hef kynnst. En eftir að hann eignaðist hana þá byrjaði þetta! Ég fór hreinlega að elska börn óeðlilega mikið. Jújú.. mér hafði alveg þótt vænt um börn áður fyrr og þótt þau alveg óendanlega krúttleg en þessar tilfinningar vissi ég ekki að ég ætti til.
Bara við það að sjá mynd af börnum í blaði fær mig til að tárast. Þau eru svo mikil krútt.
Ég geri líka stundum uppá milli barna og fullorðinna. Þegar ég er að afgreiða í vinnunni og ég verð að velja á milli hvort ég afgreiði fullorðna/vel stálpaða manneskju eða barn þá vel ég hiklaust að afgreiða barnið. Þau eru svo mismunandi, saklaus og hjartahrein.
En ég vildi bara deila þessu með ykkur og vona að þetta sé ekki geðveikt asnalegur og óskiljanlegur texti.