Sæl veriði, ég veit ekki hvort ég er ólétt og það er ekki alveg planað hjá mér. En ég gleymdi pillunni fyrir tveimur dögum í meira en 24 klst (tók hana samt í gærkveldi, og þá sem ég átti að taka þá líka), og ég var að pæla, ef ég er núna ólétt myndi það hafa slæm áhrif ef ég myndi stunda kynlíf með kærastanum mínum núna? Gæti það orðið valdur af fósturláti? Því þó að ég sé ekki að plana óléttu vil ég samt ALLS EKKI gera neitt sem gæti haft skaðleg áhrif, ef ég er ólétt ætla ég að eiga það.
Ég var líka að pæla, getiði kannske útskýrt fyrir mér hvernig það virkar að maður verði óléttur vegna gleymdrar pillu? Ég næ ekki alveg að átta mig á því hvað gerist, átti pillan ekki að hindra egglos?