Það á að vera alveg óþarfi að gefa börnum auka kalk eða járn ef þau bara fá fjölbreytta fæðu. Það er einmitt mikið kalk í mjólk og mjólkurvörum og ef strákurinn þinn drekkur mjólk ætti það að duga. Aðrar kalkríkar fæðutegundir eru t.d. sardínur (er í beinunum sko sem maður étur með þeim :), spergilkál (brokkolí) og baunir. Járn er í öllu rauðu kjöti, kjúklingakjöti, fisk og skelfisk, eggjum, baunum, þurrkuðum ávöxtum (t.d. rúsínur) og svo er margt morgunverðarkorn og flestir barnagrautar járnbættir.
Það eina sem maður verður kannski aðeins að passa stundm er að ef barnið manns þambar mikla mjólk, og mjólk og mjólkurvörur er kannski ein meginuppistaðan í fæðunni, geta fengið minna járn, þar sem mjólk og mjólkurvörur draga úr upptöku járns í þörmunum. <br><br>Kveðja,
GlingGlo