Ef barnið þitt er 4-8 mánaða og er með hita, slefar mikið, er með bólginn góm, litla matarlyst og er pirrað, vaknar jafnvel upp grátandi nokkrum sinnum á nóttu, þá er ekki ólíklegt að barnið þitt sé að taka tennur.

Oftast koma 2 neðri framtennurnar fyrst og nokkrum mánuðum síðar koma efri framtennurnar 4 og síðan koma neðri framtennurnar sitthvoru megin við þær sem voru komnar fyrir. Jaxlarnir koma síðast ásamt augntönnunum. Hvenær og hversu lengi það tekur barnið að fá tennur er mjög breytilegt frá einu barni til annars.

Hér eru nokkur ráð til að draga úr óþægindum barnsins við tanntöku:


Nudda góma barnsins varlega. Til er sérstakt kælandi og róandi gel til að bera á góminn. Fæst í apótekum.


Reyna að minka bólguna með einhverju köldu.


Gefa barninu naghring (leikföng)
upplýsingar: Barnaland.is

Ef að barnið er með hita getur þú gefið því Parasupp stíla sem eru hitalækkandi og minnka óþægindi.


Gefðu barninu kalda, mjúka fæðu eins og eplamauk.

Munið að tannlæknar mæla með því að byrja að bursta um leið og fyrsta tönnin er komin. Mikilvægt er að nota mjúka tannbursta af réttri stærð.

Almannatryggingar taka þátt í kostnaði við tannvernd og tannlækningar barna að 17 ára aldri.
<img src="