Fréttablaðið:

Tónlist sem ungabörn heyrðu í móðurkviði er í uppáhaldi hjá þeim í allt að ár eftir að þau komu í heiminn. Þetta eru niðurstöður breskrar rannsóknar sem greint var frá á fréttavef Reuters fyrir skömmu.

Rannsóknin var umfangslítil en dr. Alexandra Lamont, prófessor við háskólann í Leicester rannsakaði fjórtán mæður sem spiluðu ákveðna tónlist fyrir börn sín, allt frá poppi til reggí til klassískrar tónlistar í að minnsta kosti þrjá mánuði af meðgöngutímanum. Þegar þau voru eins árs gömul var hæfileika barnanna til að þekkja ákveðna tónlist skoðaður. “ Öll börnin kusu heldur tónlistina sem þau þekktu heldur en tónlist sem þau höfðu ekki heyrt áður.”

Að sögn Lamonts heyrir fóstur hljóð að utan frá og með viku 20. Á tímabilinu frá fæðingu þar til börnin urðu eins árs var tónlistin ekki spiluð fyrir þau og er þetta í fyrsta skipti sem í ljós kemur að börn muna lengur en einn til tvo mánuði. Lamont leggur áherslu á að rannsóknin sýni ekki hvort að tónlist hafi áhrif á greind barnanna. Hún hyggst næst beina sjónum að því hvort að tónlistin sem spiluð er í móðurkviði hafi áhrif á tónlistarsmekk barnanna þegar þau verða eldri.
<img src="