Hæhó, ég er að spá í svolítið, stelpan mín fékk RS vírus þegar að hún var vikugömul, og varð mjög veik, þurfti meðal annars að liggja inni á spítala í nokkra daga vegna þess.
Næstu 9 mánuðina fékk hún 9 sinnum eyrnabólgu, og þetta var orðið frekar pirrandi ástand, en hún fékk ekki rör í eyrun.
Svo bara hætti þetta, þangað til í síðustu viku, þá fékk hún í eyrun, orðin 3 og hálfs.
Veit einhver hvort að eyrnabólga fylgi eitthvað frekar RS börnum en ella ? Og ef svo er … er þetta ástand sem varir alla ævi, þeas. að vera viðkvæm fyrir eyrnasýkingum og kvefi ? <br><br>——————————
“Work like you don't need the money, love like you've never been hurt and dance like no one else is watching”
———————————————–