Eitt sem mér og eldri stelpunni finnst voða gaman að gera stundum er að fara á kaffihús saman, bara við stelpurnar. Við höfum gert þetta af og til síðan hún var svona 3ja ára. Henni finnst þetta voða sport. Venjulega förum við á Café Paris og hún fær sér alltaf hvítlauksbrauð sem henni finnst rosa gott. Um daginn fórum við og tókum litlu skvísuna með líka, sem er 20 1/2 mánaða. Ég pantaði eitthvað brauð og pasta af barnamatseðlinum fyrir hana og það var bara rosalega sniðugt og fínt fyrir svona krakka. Brauðið var bara venjulegt smurt brauð með osti, skorpulaust og skorið í litla bita sem var auðvelt fyrir hana að halda á. Pastað var bara kaldar skrúfur og hún fékk barnagaffal sem hún notaði til að stinga í skrúfurnar. Svo fylgdi líka með hálft kíví og einn appelsínubátur. Stelpan borðaði þetta allt, nema hún kláraði ekki pastað.
Allavegana þá var þetta voða gaman og notalegt. Stelpunum fannst gaman að fylgjast með fólkinu þarna inni og mamman gat slappað ágætlega af :)<br><br>Kveðja,
GlingGlo