Alls ekki. Þetta er ekkert persónulegt á þig, enda hef ég ekki hugmynd um hvernig lífið þitt var, en sum einkabörn sem ég þekki eru ofdekruð, hafa ranghugmyndir og þurfa þjálfun í samskiptum við menn, þ.e. ef að einn gerir eitthvað eitt laust [kýla í öxl í djóki til dæmis], þá verða þau oftast að gera það tvisvar, fast, þá finnst þeim það vera jafnt. Þau hafa lítið deilt hlutum með sér þegar þau voru börn, aldrei þurft að skiptast á þar til leikskólaaldur eða jafnvel skólaaldur.
Svo þekki ég einkabörn sem eru alveg eins og venjuleg börn. Ég var ekki að tala um þig í þessu fyrir ofan, bara segja frá. ..again, ekkert meint um þig.