Fann grein í Morgunblaðinu um möguleikahúsið, ég tek það fram að ég hef sjálf aldrei farið á sýningu hjá þeim en skilst á fólki í kringum mig að þetta sé ekki alveg eins og að fara í “venjulegt” leikhús, enda fer möguleikahúsið um land allt með þessar sýningar og því er umgjörðin oftast sem minnst, en trúlega samt frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna og oft stílað inn á yngri krakka.
Möguleikahúsið mun frumsýna tvær nýjar sýningar í vetur auk þess sem verður haldið áfram sýningum á á fjórum verkum frá síðasta leikári.
Jólarósir Snuðru og Tuðru verður frumsýnt á aðventunni, verk eftir Iðunni Steinarsdóttir í leikgerð Péturs Eggertz.
verkið sem er samið upp úr fjórum stuttum sögum af þeim stöllum sem hafa notið mikilla vinsælda hjá yngri kynslóðinni.
Sýningum á Snuðru og Tuðru einu vinsælasta barnaleikriti frá upphafi hjá möguleikahúsinu verður svo haldið áfram eftir áramót.
Prumpuhóllinn eftir einn vinsælasta íslenska barnabókahöfund, Þorvald Þorsteinsson verður frumsýnt eftir áramót. Leikstjóri er Pétur Eggertz, Guðni Franzson semur tónlist og Messíana Tómasdóttir sér um leikmynd og búninga.
Frá fyrra leikári verða áfram sýnd Skuggaleikur eftir Guðrúnu Ásmundsdóttir og Völuspá eftir Þórarinn Eldjárn.
Leikárið byrjar ekki fyrr en í september hjá þeim og þá með sýningu á Lómu um Vesturland og Völuspá um Austurland, þá verður farið Skuggaleik í leikferð um Norðurland í október, sýningar byrja ekki á höfuðborgarsvæðinu fyrr en í endaðan október.
Flestir sem hafa farið á sýningar hjá þeim segja að þetta sé frábær skemmtun og alls ekki vitlaust að fara með krakkana á eitthvað af þessum leikritum.