Mér finnst þeir nú soldið gamlir til að vera að vakna svona upp á nóttunni. Mín er rúmlega 1 1/2 árs og það er alveg töluvert síðan hún fór að sofa alveg óslitið á nóttunni. Auðvitað kemur samt fyrir að hún rumskar og skríður upp í en oftast sefur hún bara alla nóttina í sínu rúmi.
Hvað gerist þegar þeir vakna, eru þeira að fá eitthvað að drekka, koma upp í… eða hvað? Oft vakna börn á nóttunni af einhverjum vana og þá oftast vegna þess að einhver “verðlaun” eru í boði. Þá þarf í raun að loka á þessi “verðlaun” þannig að barnið fái ekki það sem það er að sækjast eftir þegar það vaknar og smám saman skilst því að þetta þjóni engum tilgangi og fer að sofa heila nótt.
Ef ástæðan aftur á móti er einhver hræðsla, martraðir eða eitthvað þannig þá verður eiginlega að reyna að komast að rót vandans og átta sig á því hvað veldur þessu áður en hægt er að vinna með þetta.
Annars er hjúkrunarfræðingur á barnadeild Borgarspítalans sem hetir Arna og sérhæfir sig í svefnvandamálum barna. Hún er með viðtalstíma á mán, mið og fös held ég. Kannski gæti það hjálpað mömmu þinni að ræða við hana, þó ekki nema til að fá góð ráð.
<br><br>Kveðja,
GlingGlo