Mér finnst þetta vera mjög gott hjá þér!
Ég á lítinn frænda sem var svona eins og frænka þin, fékk nammi alltaf þegar hann vildi…
Það var meirað segja farið að gefa honum nammi og svona áður en hann gat farið að tala.. Það kemur sér bara illa seinna meir.. Krakkinn er alveg óttalega nammisjúkur, frekur og dekraður sem er mjög svo leiðinlegt!
Og líka það að þetta skemmir tennurnar.. og ekki myndi ég vilja að barnið mitt þyrfti að fara ungt til tannlæknis til að láta laga skemmdir vegna þess að ég hefði verið að passa mig á því að vera góð mamma og gefa honum fulltaf nammi.. því ég sjálf höndla ekki tannlækna og ég myndi ekki óska lítilli og “aumari” útgáfu af mér það að þurfa að setjast í tannlæknastólinn og fá öll þessi tæki og tól í kjaftinn á mér!
Haltu þínu striki, þú ert góð móðir!
<br><br>******************************************
<a href="
http://kasmir.hugi.is/hulda"> Kassjmíhr síjðan míjn! Slatti af nýju drasli komið</a