Ég var reyndar ekki heldur farin að finna fyrir neinum sérstökum einkennum þegar ég tók þungunarprófið en það var alveg blússandi jákvætt en ég tók samt annað daginn eftir og þungunarstrikið kom fram áður en hitt strikið sem gefur til kynna að prófið sé í lagi kom fram, þannig að ég held að það hljóti að vera að ég sé ólétt hehe. Ég er reyndar núna farin að finna fyrir smá ogleði og eymslum í brjóstunum og svo er ég með leiðinda nefstíflu sem er víst nokkuð algengt hjá óléttum konum.
Ég hafði bara eitthvað á tilfinningunni þegar ég tók prófið, hélt meira að segja að ég væri að gera það of snemma (ég gleymi alltaf að fylgjast með tíðahringnum hjá mér) en það var nú alldeilis ekki. Annars eru þessir ódýru strimlar alveg jafn nákvæmir og öruggir og dýrari prófin og þú getur bara pissað í venjulegt plastglas, þarf ekkert að kaupa eitthvað sótthreinslað þvagprufuglas, það er ekki eins og það eigi að fara að rækta einhverjar bakteríur. Mundu bara að þungunarprufurnar eru ekki öruggar fyrr en í fyrsta lagi þann dag sem þú hefðir átt að byrja á blæðingum (að vísu geturu verið nokkuð viss ef það gefur jákvæða niðurstöðu).<br><br>Kveðja,
GlingGlo