Það er yfirleytt tekin ein vika í aðlögun en þetta fer samt rosalega mikið eftir barninu sjálfu og hvernig allt gengur. Sum þurfa lengri aðlögunartíma en önnur styttri.
Á leikskólanum þar sem mín stelpa var (sem er núna byrjuð í skóla) var myndlist að mig minnir tvisvar í viku og leikfimi allavegana einu sinni í viku. Einnig fóru þau töluvert í allskonar leiðangra, allavegana þegar veður leyfir, en það er nú stundum ekkert voða skemmtilegt hér á veturna. Það var t.d. alltaf farið í sveitaferð á vorin og svo var farið í húsdýragarðinn af og til, einhverntíman voru prinsessudagar í Norræna Húsinu og þá fóru þau þangað, brúðubíllinn skoðaður, farið niður í Þjóðleikhús og skoðað allt bæði baksviðs og uppi á sviðinu og svona hitt og þetta.
Venjulegur dagur var þannig að hún mætti svona rétt fyrir átta og frá kl ca 8-8:40 var morgun matur. Síðan fram að kl 10 fá þau oftast að velja svolítið hvað þau vilja leika sér við, t.d. dúkkukrókur, kubbahorn, vera inni í dyngju þar sem eru dýnur og koddar og fatakassi þar sem þau geta dubbað sig upp, fara í tölvuna og gera þrautir o.s.fr. Kl 10 fara flestir út ef veður leyfir. Þeim er yfirleytt skipt í hópa þannig að kannski fer einn hópurinn út á meðan annar fer í myndlist o.s.fr. Svo er hádegismatur um kl 11:30. Eftir það er róleg stund, svona n.k. hvíldartími, yngstu börnin sofna oft en þau eldri hlusta e.t.v. á sögur eða syngja. Svo er oftast aftur skipt í hópa og annaðhvort farið út eða í myndlist, leikfimi eða eitthvað þvíumlíkt. Um kl 14-14:30 er kaffitími og eftir það er tíminn svolítið frjáls. Ef það er gott veður fara þau oft út, annars eru þau bara inni að leika eða teikna og mála og föndra. Yfirleytt var mín rosa upptekin við að teikna og lita þegar ég kom að sækja hana og mátti varla vera að því að koma heim.
Ef farið er í ferðir er yfirleitt farið um kl 10. Svo fengu þau nokkuð oft leiksýningar á leikskólann. Fyrir jólin voru krakkarnir með skemmtun, þau sungu og sýndu leikrit (æðisleg krútt). Svo eru stundum foreldradagar, þá er t.d. föndur eða sýningar sem börnin standa að og þau bjóða upp á veitingar sem þau hafa gert sjálf á leikskólanum.
Svona var þetta allavegana á leikskóla dóttur minnar.
Ég man nú ekki hvað það voru mörg börn á hverja fóstru en ég hugsa að það hafi verið svona í kringum 5 börn á fóstru.
Hér er svo linkur á gjaldskrána í leikskólum í Reykjavík. Einstæðir foreldrar tilheyra forgangshóp.
<a href="
http://www.leikskolar.is/leikskoli.nsf/pages/gjaldskra.html">Gjaldskrá Leikskóla Reykjavíkur</a><br><br>Kveðja,
GlingGlo