Það er örugglega hægt að kaupa einhverjar dúkkulísubækur með tilbúnum dúkkulísum og fötum á þær sem maður þarf svo bara að klippa út, í bókabúðum eða jafnvel föndurbúðum. Annars fannst mér sjálfri rosa gaman að búa bara til dúkkulísur sjálf og fötin á þær. Mamma var að vísu dugleg að hjálpa mér að teikna dúkkulísuna sjálfa en mér fannst langskemmtilegast að gera fötin sjálf. Þá bara lagði ég dúkkulísuna á blað og teiknaði eftir útlínum hennar og dúllaði svo við að teikna tölur, vasa, munstur o.s.fr. á fötin. Svo til að hægt væri að láta þær standa klippt maður ekki fæturna alveg út heldur hafði breitt stykki neðst (tæknaði bara fæturna inní) svo klippti maður aðeins upp í stykkið á tveimur stöðum, klippti svo út papparæmu og setti hana þversum upp í þar sem klippt var.
Oh það er svo erfitt að útskýra svona á prenti en ég fann mynd af þessu á netinu <a href="
http://www.americangirl.com/ag/features/paperdoll/printdoll.html“>hér. </a>
En hér eru nokkrir linkar á dúkkulísusíður, það er hægt að prenta dúkkulísurnar út og líma þær svo bara á pappa til að gera þær stinnar.
<a href=”
http://www.ameritech.net/users/macler/paperdolls.html“> Marilee's Paperdoll Page </a>
<br><a href=”
http://www.paperdolls.org/“> Paperdolls! </a>
<br><a href=”
http://www.crosswinds.net/~internatlfriends/index.htm#choose"> Dúkkulísur frá ýmsum löndum </a><br><br>Kveðja,
GlingGlo