Jæja, ég ætla að vera fyrst til að koma með eina hugmynd hérna :) Fyrir ykkur sem eigið börn á leikskólaaldri og eldri er um að gera að rifja upp gömlu dúkkulísugerðina. Það eru nú kannski sérstaklega stelpur sem hafa gaman af þessu og ég man sjálf þegar ég var lítil að ég gat dundað mér í lengri tíma við að gera föt á dúkkulísurnar. Það er fínt að nota pappa úr teikniblokkum (aftasta “blaðið”) til að gera dúkkulísurnar úr og svo bara venjuleg blöð fyrir fötin. Ekki gleyma flipunum sem eiga að halda fötunum föstum. Til að hálsinn á dúkkulísunum haldist stinnur er fínt að líma tvær eldspýtur eða tannstöngla aftan á.

Hevv fönn :)<br><br>Kveðja,
GlingGlo
Kveðja,