Ég á 8.ára tvíbura og á meðan að þær voru litlar voru þær mikið til eins klæddar, sjaldan í sama litnum en samt venjulega alltaf eins og það var bæði afþví mér fannst það sætt og svo fengu þær svo mikið af eins fötum í sængurgjöf. Um 3.ára aldurin fóru þær að hafa skoðanir á í hvað þær vildu fara í á hverjum morgni og þá sjaldan það sama, og þær fengu að ráða því að mestu sjálfar.
Svo aftur um 6.ára aldurinn (þegar þær byrjuðu í skóla) fóru þær að vilja vera eins aftur, ég hef alveg leyft þeim að ráða þessu sjálfar þetta kemur í bylgum og þær eru svo ólíkir persónuleikar að ég hef engar áhyggjur af þessu.
Í dag ráða þær sjálfar að mestu leiti hvernig föt eru keypt á þær og oftast velja þær það sama en aldrei í sama lit, nema þá helst buxur og svoleiðis.
Það er alls ekki önnur sem ræður því í hvað er farið á hverjum morgni eða neitt í líkingu við það, það er bara eins og þegjandi samkomulag og auðvitað eru þær alls ekkert eins alla daga.
Nöfnin þeirra eru ekkert lík, persónurnar er gjörólíkar og þær eiga sitthvorn vinahópinn, þó auðvitað þær séu bestu vinkonur sjálfar og leikfélagar.
Kv. EstHer