Það þýðir ekkert að senda áhugalausan ungling í sérkennslu. Allavega ekki til þess að vekja áhugann. Reyna frekar að breyta áherslunum sem lögð eru á námið og fá unglinginn til þess að hugsa til framtíðar.
Ef hann fæst til að skilja að góð menntun stóreykur líkurnar á góðu og vel launuðu starfi í framtíðinni.
Það vita allir að það er ekkert sérstaklega gaman að læra á meðan maður stendur í því, en eftir á sér maður hvað maður hefur afkastað miklu og þá fyllist maður einskonar stolti.
Ekki hugsa um þetta sem nám, hugsaðu um þetta sem áskorun.
En varðandi heimanámið, þá sparar það mikla vinnu og tíma að læra í tímum og nýta tímann í skólanum, þá hefurðu miklu meiri tíma þegar þú kemur heim. Ég komst í gegnum grunnskólann á því að ég lærði vel í tímum og gerði verkefnin þar, og þá þurfti ég ekki að læra heima nema í mesta lagi einu sinni í viku.
Ég vona að þetta hafi hjálpað eitthvað.
Það sem ég segi er mín skoðun. Þó skaltu ekki dæma mig of hart, og alls ekki bögga mig, ég nenni ekki svoleiðis. Fyrirfram þakkir.