Jæja nú sit ég með eina eðalbók fyrir framan mig :)
4-6 mánaða
Maukaður matur án kekkja, mýktur og þynntur með vökva (brjóstamjólk, þurrmjólk, soðið vatn), t.d. mauk af soðnum gulrótum, sweet potato, kartöflum, rófu, brokkoli (ekki gefa of mikið af því þar sem það inniheldur tölvuvert af nítrati sem er erfitt fyrir óþroskuð nýru að skilja út). Svo auðvitað eplamauk, perumauk, bananastappa og e.t.v. fleiri ávexti og grænmeti.
6-8 mánaða
Stappaður matur (áferð eins og kotasæla) og bæta smá vökva út í til að gera hann mýkri, t.d. saxað kjúklingakjöt, fiskistappa (ef það er ofnæmi í ættinni ekki gefa fisk fyrr en eftir 12 mánaða), harðsoðið egg vel stappað. Svo má fara að gefa mjúkt brauð með smjöri (skorpulaust) og ostbita. Svo er fínt að gefa hreina jógúrt eða skyr og það er hægt að bragðbæta með ávaxtamauki (minni fannst það æði). Svo virkar nú matarkexið alltaf ágætlega, bara fylgjast með að þau brjóti ekki of stóra bita upp í sig.
8-9 mánaða
Saxaður matur fremur en stappaður (aðeins grófari), t.d. nautahakk með söxuðu soðnu grænmeti og kartöflum, pasta, stappaðar linsubaunir, hrísgrjón og svo er sniðugt að hafa puttamat eins og eplabita, ost og brauð.
10-12 mánaða
Bara svipaður matur og aðrir á heimilinu borða nema skorinn í litla bita og ekki of seigt og tægjumikið.
Svo verður maður að passa að maturinn sé ekki mikið saltaður, sérstaklega fyrir minnstu krílin, út af nýrunum sem eru ekki enn nógu þroskuð. Krökkum er líka yfirleytt alveg sama þótt okkur finnist maturinn frekar bragðlaus.
Reyndar var ég farin að gefa minni mat eins og hreina jógúrt með ávaxtamauki svona um 4,5-5 mánaða aldurinn. Svo fór ég líka að gera tilraunir með kjöt um 5 mánaða, ég t.d. mauksauð nautagúllas og setti það svo í matvinnsluvél ásamt soðinni kartöflu og kannski soðnum gulrótum og smjörklípu og/eða soðinu af kjötinu/grænmetinu. Þetta maukaði ég svo í vélinni alveg í tætlur og stelpunni minni fannst þetta rosa gott. Ég var ekkert að krydda þetta eitt eða neitt. Svo fannst henni líka kjúklingakjöt matreitt á svipaðan hátt alveg æðislegt :)
Í sambandi við það sem þú getur gefið honum að drekka, þá er auðvitað þurrmjólk, vatn og svo hreina safa. Þú getur bæði keypt tilbúna safa frá t.d. Gerber, en svo er líka ósköp einfalt að kaupa bara hreinan safa og blanda 50/50 á móti soðnu kældu vatni, þá er það ekki of sterkt.
Gúdd lökk hon :)