Stelpan mín (3 ára) er held ég abbó út í bróðir sinn sem er 4 mánaða.
Hún á það til að fara upp í rúmið hans að sofa ef að hann er ekki í því og tekur snuðin hans og notar þau sjálf .. hún hætti með snuð rétt rúmlega 2 ára sjálf.
Hún sýnir það ekki í hans garð að hún sé eitthvað abbó, er voðalega góð við hann, en er á hinn bóginn rosalega frek og hlýðir okkur foreldrunum ekki. Er það ekki abrýðissemi ?
Hún teiknaði líka á vegginn í dag, sem hún hefur aldrei áður gert, dettur helst í hug að það sé kall á meiri athygli.
Hún fær eftir því sem ég best veit næga athygli, en þegar að maður á allt í einu 2 börn fær hún auðvitað minni ath en hún fékk áður en bróðir hennar fæddist.
Hún verður líka ROSALEGA athyglisþurfi um leið og ég er eitthvað að dúllast í litla gæjanum, td að gefa honum, klæða hann eða skipta um bleyju á honum, og þá þarf hún að sýna manni eitthvað svaka merkilegt. En ef að ég er ekkert að gera við bróðir hennar þá vill hún ekkert af mér vita. Hún er líka farin að tala rosalega mikið síðan að hann fæddist, það liggur við að það suði í eyrunum á mér á kvöldin.
Hvað er til ráða með hana ? Mig vantar einhver ráð eins fljótt og hægt er, því að ég held að henni líði mjög illa, og ég verð svo hrikalega þreytt þegar að hún er að mala svona mikið :(
ps: hún fær að taka þátt í flestöllu sem snýr að stráknum, baða hann, gefa honum, skipta um bleyju, leika við hann og þessháttar.
Fyrirfram þakkir
Zallý
———————————————–