Ég er svo stolt núna! Stelpan mín sem er 3 ára síðan í apríl var að teikna fyrstu höfuðfætluna sína í dag. (höfuðfætla er andlit, hár, fótum og höndum, enginn búkur) Hún kallaði í mig voða stolt úr herberginu sínu og bað mig að koma að sjá myndina sem hún hafði verið að teikna. Ég sá sko myndina um leið .. á VEGGNUM! Ég skammaði hana auðvitað fyrir að hafa verið að teikna á vegginn, en samt eiginlega gat ég ekki verið voða hörð við hana því að kallinn er rosalega flottur. Þannig að málið er þetta, á ég að leyfa myndinni að vera þarna eða á ég að þrífa hana af ? Myndin er rosalega flott, en ef ég þríf hana ekki af er ég þá ekki að senda henni þau skilaboð að það sé í lagi að teikna á veggina ? Svo er það líka það að ég ætlaði alltaf að geyma fyrstu “alvöru” myndina hennar og gefa henni hana þegar að hún væri eldri. Ég er að safna allskyns svona minningum í kassa fyrir hana nefnilega, stefni á að gefi henni hann þegar að hún er að fara að flytja út frá mér eða gifta sig eða eitthvað þannig ;D
Spurning kannski bara að taka mynd af teiknigunni og láta það duga ? Hvað finnst ykkur ?
Zallý :)