Byrjaðu að taka fyrir hádegismatinn, þú getur haldið í morgunbrjóstagjöfina þó að þú vinnir úti. Þú getur byrjað á því að gefa honum smá af brjóstinu í hádeginu, síðan graut eða eitthvað annað (fer auðvitað eftir hvað hann er farinn að geta borðað grófa fæðu hvort þú velur mauk eða stöppur eða eitthvað þannig) og þegar hann er búinn að borða af þvi þá geturu endað á brjóstinu. Svo skaltu smátt og smátt minnka brjóstagjöfina í hádeginu þar til þú sleppir henni bara alveg og strákurinn fær bara fasta fæðu. Mundu bara að gefa honum vel að drekka líka, ekki þá brjóstið helur úr stútkönnu, t.d. vatn, nýmjólk eða brjótamjólk.
Þegar þú ert farin að geta sleppt alveg hádegisgjöfinni tekuru fyrir næstu máltíð, þ.e. næstu brjóstagjöf og ferð eins að með hana. Svo gengur þetta bara svona koll af kolli, sleppir einni brjóstagjöf í einu og áður en þú veist af er hann hættur. Þannig minnkar líka mjólkin hjá þér smátt og smátt. Þú getur auðvitað haldið í t.d. kvöld- og/eða morgungjöfina og jafnvel líka síðdegisgjöfina þegar þú kemur heim úr vinnunni.
Nú veit ég ekki hvað þú ert farin að gefa honum að borða, en venjan er að prófa bara eina fæðutegund í einu meðan hann er að venjast henni, en síðan þegar föst fæða er farin að vera aðalnæringin er mikilvægt að hún sé fjölbreytt til að hann fái nóg af öllum næringarefnum. Hann er orðin 9 mánaða svo að þú þarf að fara að gefa honum eitthvað aðeins meira en bara brjóstamjólk.
Passaðu þig líka á að eftir ca 6 mánuða aldurinn þá fara járnbirgðir barnisn að minnka og brjóstamjólkin inniheldur ekki nægjanlegt járn svo hann þarf að fara að fá fæðu með járni í. Flestir barnagrautar eru járnbættir, flest grænt grænmeti er járnríkt og svo er auðvitað hægt að sjóða kjöt eins og nautakjöt sem er mjög járnríkt, og mauka í eldhúsvél eða skera í pínulitla bita. Grófleikinn verður svo smátt og smátt meiri eftir því sem barnið venst og ræður við.
Annars geturu líka mjólkað þig í vinnunni og safnað í ílát, fryst eða geymt í kæli (geymist í frysti í ca 3 mánuði minnir mig og 3 daga í kæli) og látið gefa honum á daginn þá annað hvort úr pela eða þá bara stútkönnu.
Svo kemur þetta oft bara svolítið af sjálfu sér. Þegar hann fer að uppgötva mat og fá áhugann á máltíðum sem slíkum (sulla, reyna sjálfur og allt það) þá minnkar oft áhuginn á brjóstinu. Það er samt ofboðslega gott að kúra í fanginu á mömmu sinni og fá hlýju og ást og MAT :)
Gangi þér vel :)