Ertu nú viss um að það sé alveg pottþétt að foreldrar þessara barna reyki öll? Hefuru aldrei séð lítið, grátgjarnt og pirrað barn sem á foreldra sem reykja ekki? Þetta er nú ekki alveg svona augljós skipting eins og þú vilt meina, en það er samt staðreynd að börn reykingafólks eru í meiri áhættu hvað varðar astma, ofnæmi, öndunarfærasjúkdóma og annað slíkt og einnig fæðast þau oft minni. Það er samt ekki algilt, sum reykingabörn eru ekkert öðruvísi en önnur börn og sum börn sem eiga foreldra sem reykja ekki eru með ofnæmi, astma eru lítil og grátgjörn.
Svo skiptir einnig máli hversu mikið er reykt og hvort reykt er inni eða úti. Ef reykt er inni skiptir eiginlega engu í hvaða herbergi maður er, reykurinn smýgur um allt.
Á meðgöngu skiptir líka hver einasta sígaretta máli og það er þó betra að draga úr reykingunum þó að maður hætti ekki alveg, en auðvitað er lang-langbest eða sleppa þessu alveg. Það er alveg staðreynd að börn mæðra sem reykja á meðgöngu eru í meiri áhættuhóp hvað varðar sjúkdóma en börn þeirra mæðra sem reykja ekki.
Ég man nú eftir einni sögu sem vinkona mín sagði mér frá. Það var einhver kona sem hún þekkti sem var með lítið ungabarn á brjósti og þegar hún var með það í fanginu að gefa því brjóst reykti hún á meðan og var ekki einu sinni að hafa fyrir því að blása reyknum í burtu frá barninu… ojbara!