Ég vildi bara fá að deila með ykkur lífsreynslu minni. Núna fyrir um 2 mánuðum missti kærasta föður minns fóstur. Hún komin yfir fertugs aldurinn og 4 mánuðir liðnir af meðgöngunni. Við systurnar vissum ekki af því fyrr en viku eftir að hún missti fóstrið. Ég, systir mín og pabbi sátum heima hjá ömmu og afa þegar hann sagði okkur þetta. Kærastan hans varð meira hvassarri við okkur og sagði að þetta væri allt okkur að kenna. Ég vissi ekkert hvað ég ætti að gera né systir mín og ég reyni allt til að hlífa henni fyrir sonna hlutum sem við eigum engann þátt í og það sem við eigum ekki að þurfa að skipta okkur af. Eftir jarðarförina hjá Mist (Þau skírðu fóstrið Mist) var ég og yngri sonur kærustu pabba að tala um júróvision og vorum að hugsa í hvaða sæti við hefðum lent í. Ég hélt að það væri í fjórða síðasta sæti og sagði það við soninn hennar og það sem ég fékk að heyra var hvasst augnaráð og mjög hvöss rödd sem sagði “VIÐ LENTUM Í 19. SÆTI”.
Súkkulaðihjartað <3