Mamma og pabbi settu á okkur ‘tölvutíma’, þar sem hvert okkar fær að vera ákveðið lengi í tölvunni á dag. Þetta var útaf því að litli bróðir minn var alltaf í tölvunni og ég gat ekki einu sinni kíkt á póstinn minn…en nóg um það. Ef hann kemur inn í herbergið mitt(tölvan er þar) og spyr hvaða tölvutími sé, svara ég ALLTAF satt. En hann hinsvegar lætur eins og ég sé með samsæri gegn honum, og mission-ið sé að banna honum að fara í tölvuna…einnig þegar tölvutímarnir eru búnir, og ég vil fá herbergið mitt aftur, þá öskrar hann á mig og reynir að lemja mig og fer jafnvel að grenja, ég dreg hann alltaf fram(tek það fram að ég hef aldrei lamið hann eða gert neitt á þá vegu. Það eina sem ég hef gert við hann er að halda honum föstum, svo hann heyri það sem ég er að segja við hann). Frammi heldur hann svo áfram að öskra og væla, og einu sinni kom hann meira að segja með stól og ætlaði að brjóta hurðina upp…svo kemur mamma, þreytt á öllum hrópunum og köllunum, sér bróður minn grátandi fyrir framan hjá mér, hann heldur því fram að ég hafi lamið hann “Ógeðslega fast og rifið hann úr tölvunni þegar hann var að tala við einhvern kall”, eins og ég gæti vel trúað því að hann myndi orða það…Þá byrjar mamma að skamma mig, segir að ég hafi getað leyft honum að klára (gef honum alltaf mínútu minnst, oftast meira, til að klára það sem hann er að gera)…þá fer hann að ‘glotta’ án þess að mamma sjái…
Og þetta er bara tölvutíminn…snúum okkur nú að sjónvarpinu…
Einu sinni í viku förum við í matarboð til afa og ömmu…eða…þetta er ekki beint matarboð heldur förum við eiginlega bara þangað til að borða matinn hennar…ekkert svona official með einhverju svaka stússi…Nema það að þau eiga eitthvað svaka flott sjónvarp, og byrjar þá stríðið með fjarstýringuna…
Ég kem nær alltaf á undan bróður mínum, sest fyrir framan sjónvarpið(maturinn er ekki tilbúinn fyrr en kl.17:00, ég mæti kl.16:50) og horfi á skjá einn.
5-10 mín. seinna kemur bróðir minn inn, sest á stólinn við hliðina á mér og heimtar að skipta yfir á stöð 2, sem er rugluð…þegar ég neita, þarsem ég var á undan á staðinn, þá fer hann að öskra og notar hvert tækifæri til að ná fjarstýringunni af mér og skipta. Hann öskrar alveg eins og api, þangað til að stóri bróðir minn kemur, en litli bróðir er skíthræddur við hann. Þá minnka óhljóðin loksins, en auðvita hætta þau ekki alveg…
Þetta er bara það sem gerist daglega hjá okkur(það er líka stríð um sjónvarpið heima, ekki bara hjá ömmu). Það er líka margt sem gerist svona óbókað (það er beinlínis hægt að kalla þessi bræðisköst hans bókuð…fyrst um leið og hans tölvutími byrjar, svo þegar tölvutíminn hans er búinn, svo þegar hann á að fara að sofa o.s.fr.)
eins og til dæmis þá fórum við um daginn í bíltúr út úr bænum, til að sjá merina okkar sem er með fyli…leiðin þangað gekk vel, en á bakaleiðinni þá voru bræðurnir mínir nánast farnir að berjast í aftursætinu á bílnum…sá yngri öskrandi, lemjandi og grenjandi, en sá eldri öskrandi, lemjandi og hlæjandi…
Ég hef ekkert meira að segja um hann litla bróður minn, en ég bara verð að vita, er hann ofvirkur?
Kv. Sungirl
~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~