Einu sinni þá var ég, kærastinn minn, amma mín og svo litli bróðir minn að keyra frá Selfossi þar sem amma mín býr og til Reykjavíkur. Og litli bróðir minn sem var 6 ára var alltaf að spurja ömmu að einhverju fáranlega eins og: Hvort mundiru heldur vilja stökkva fram af kletti á móturhjóli eða Bíl, allt eitthvað í þessum dúr og amma orðin helvíti þreytt á því, þegar Stebbi spyr einn einnar spurningar: Hvort mundiru heldur vilja borða kúaskít eða hestaskít, amma dæsti og sagði ,,ég veit það ekki Stefán, hvort mundir þú vilja“? þá segir pjakkurinn ”ja ég mundi bara smakka á báðum og borða svo það sem mér finnst betra“
Ég og kærastinn minn máttum hafa okkur alla við til að springa ekki úr hlátri :)


Svo um daginn þegar ég kærastinn minn og dóttir okkar vorum í heimsókn hjá frænku minni sem á eina 3 og hálfs ára skvísu sem ég hef alltaf haft mikið dálæti af, vorum að fara að borða hjá þeim. Og Sigga Lára litla frænka var með svona safa eða eitthvað í brúsa og vildi endilega drekka af því, en Jónas pabbi hennar vildi ekki láta hana gera það, hún ætti að drekka vatn eins og við hin. Hún var ekki aldeilis hress með það og Jónas segir að hann verði bara að taka brúsann af henni ef hún vildi ekki láta hann hafa hann. Þá segir hún ”Þá næ ég bara í hann aftur“ Þá tekur Jónas brúsann af henni og setur hann upp á skáp, þar sem hún náði ekki í hann. Horfir Sigga þá á hann og segir ”jii hvað þú getur verið leiðinlegur"
Þetta kom alveg frá hjartanu og ég verð að segja að ég og við öll sprungum úr hlátri :)