Mér datt í hug að segja ykkur aðeins frá 3 ára dóttir minni ..
Hún er mjög ákveðin og heldur stundum að hún ráði hérna á heimilinu. Sem náttúrulega veldur því að maður þarf ansi oft að byrsta sig svolítið við hana.

Allavega … þetta gerðist um daginn, kannski ca vika síðan, að hún var að krassa út krossgátubókina mína .. með penna, ég var búin að banna henni það 5 mínútum áður, en hún AUÐVITAÐ fann sér annan penna og hélt áfram …

Ég skammaði hana og sagði að þetta væri sko alveg harðbannað og setti upp grimma svipinn sko, ætlaði sko aldeilis að láta hana hætta þessu ….
En þá setur mín upp MJÖG illann svip og segir “mamma, ég vil ekki tala við þig þegar að þú lætur svona, ég vil ekki tala við þig fyrst þú ert svona” svo fór hún inn í herbergi og SKELLTI!
Hehehe, hvernig er hægt að vera reiður ? Maður gæti truflast úr hlátri, sem ég gerði … í laumi ;D

Svo líka á hún það til að tala hátt í sturtuklefanum í sundi … aðeins of hátt, og aðeins OF hreinskilin.
Það var eldri kona td að klæða sig í sundfötin, og dóttirin bendir á hana og segir, mamma … sjáðu hvað hún er með stór BRJÓÓÓÓST (sagði sko brjóst með einhverri gífurlega fyndinni rödd) ég hélt að ég yrði ekki eldri .. heheh VÁ! Krakkar eru æði!<br><br>Zallý
———————————————–