Ég hef sennilega flokkast undir svona “unga” móðir, ég átti stelpuna mína (sem er 3 ára núna) þegar ég var tæplega 19 ára. Ég var heppin og fékk að flytja inn til foreldranna með kallinn ;D Það munaði rosalega mikið um þá hjálp og stuðning sem maður fékk þar, ekki síst þegar að uppúr slitnaði á milli mín og barnsföðursins.
Ég held að það sé ekkert athugavert við að eignast barn áður en maður flokkast undir fullkomlega fullorðna manneskju, enda er ekki hægt að mæla þroska í árum, maður getur alveg verið tilbúinn 18 ára eða jafnvel yngri. Maður þarf bara aðeins að gera sér grein fyrir hvað það er að eignast barn, þetta krefst mikilla fórna, en maður fær það margfalt til baka :)
Í dag er ég 22 ára og á 2 börn, 3 ára stelpu og 5 vikna strák, og ég er HÆTT að eiga börn (sagði þetta síðast líka sosum) tíhíhí<br><br>Zallý