Dóttir mín fékk hitakrampa þegar hún var rúmlega 1 árs. Hún var búin að vera veik í nokkra daga, og alltaf fékk hún svona litla kippi. Læknirinn sem kom heim sagði að þessir kippir væru bara út af hitanum. En svo fékk hún krampa, og ég hef aldrei verið eins hrædd á ævinni. Ég hélt bara að hún væri að deyja í höndunum á mér. Hún fór svo á spítala og var þar í eina nótt. En eftir þetta, þegar hún fær hita, fær hún kippi og mér finnst ég þurfa að passa betur upp á hana eftir þetta.